Hugann Seiða Svalli Frá

Sigur Rós

Hugann seiða svalli frá
sundin, heiði og skörðin;
vona-leið er valin þá
vestur Breiðafjörðinn.
Alt er borið burtu gróm
bæði af Skor og fjöllum,
því að vorið blóm við blóm
breiddi í sporum öllum.
Dægur-halli daggperlum
dreifir vallargróðann;
bjargastalla beltast um
blessuð fjallamóðan.
Þrjóti grið á þessum stað,
þá er lið að skeiðum,
því að hlið er opið að
úthafsmiðum breiðum.


All lyrics are property and copyright of their owners. All lyrics provided for educational purposes only.